Nýr endurnærandi staður í borginni

Kennileiti í hjarta borgarinnar

Velgengni hvers borgarrýmis ræðst af mörgum þáttum: aðdragandi þess verður að fela í sér spennandi fyrirheit; aðgengi verður að henta öllum; skipulag þess – hrynjandi – þarf að snerta kvikuna í gestum og gangandi; það þarf að búa yfir sterku kennileiti og virku aðdráttarafli.

Í samstarfi við Reykjavíkurborg er unnið er að því að BioDome Reykjavík rísi í miðju höfuðborgarsvæðinu, í jaðri Elliðaárdals norðan Stekkjabakka.

Þyrpingu gróðurhvelfinga sem samhverfast um stærri kjarna og markaðstorg mynda eina heild og skapa vistvænt, nærandi umhverfi, upplifun og sterkan staðaranda.

Með snjallri nýtingu jarðvarmans verða gróðurhvelfingarnar einskonar græn lungu; vin frá hinu hversdagslega amstri. Hver þeirra hefur sínu hlutverki að gegna. Stærsta einingin geymir fjölnota torg; iðandi mannlíf í frjóu heittempruðu umhverfi þar sem smjör fellur af hverju strái. Þar er m.a. að finna afgreiðslu og upplýsingaþjónustu, veitingastaði, verslun og markaðstorg og afdrep auk snyrtingar. Hægt verður að upplifa ræktun þar sem einstök vinnuaðstaða er til leigu, afþreyingarmöguleikar og skoðunarferðir.

Um leið og að vera sérstakt og athyglisvert umhverfi í sjálfu sér, munu gróðurhvelfingarnar verða mjög sjónrænt sterkar og leika við sjóndeildahringinn í borginni. Vandað verður til efnisvals bæði með tilliti til kröfu um sjálfbærni og fagurfræðilegra eiginleika. Byggingarformið mun skapa fallegt samspil ljóss og skugga frá degi til dags, og frá árstíð til árstíðar - eins og plönturnar sjálfar innan byggingarinnar. Þetta í samspili við liti, form og áferð gróðursins og iðandi mannlíf, skapar töfrandi stað - veislu skynjunar, sköpunar og ímyndunar.